Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   mán 09. júní 2025 22:19
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Jón Ólafur Daníelsson var kátur eftir frábæran sigur ÍBV á útivelli gegn Tindastóli í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.

Eyjakonur sigruðu á Sauðárkróki og tryggðu sér þátttöku í undanúrslitunum í fyrsta sinn í átta ár. Það vekur athygli að ÍBV leikur í Lengjudeildinni og því er þetta frábær árangur fyrir liðið.

Tindastóll pressaði Eyjakonur hátt upp völlinn í dag en það reyndust mistök því ÍBV náði að leysa úr því og skapa sér hættulegar stöður.

„Við erum með hraða sóknarmenn sem við nýttum mjög vel og skoruðum fyrsta markið þannig. Við hefðum getað nýtt þetta betur þegar þær stóðu hátt á okkur en við gerðum það ekki. Það voru aðrir hlutir við okkar leik sem voru frábærir á móti," sagði Jón Óli að leikslokum.

ÍBV er í toppbaráttu Lengjudeildarinnar og heimsækir HK í toppslag í næstu umferð.

„Það verður erfitt að ná stelpunum aftur niður á jörðina, þetta lið ofmetnast við þetta og svo skítum við upp á bak í næsta leik," svaraði Jón hlæjandi en gaf svo alvarlegra svar beint í kjölfarið.

„Nei nei, það er regla hjá okkur að við tökum bara einn leik í einu og reynum að vinna hann. Næstu tveir dagar fara kannski í að ná fólki niður eftir skemmtilegt og þreytandi ferðalag. Við þurfum að ná okkur vel niður áður en við byrjum að byggja okkur upp fyrir næstu átök."
Athugasemdir
banner