Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
   mán 09. júní 2025 20:02
Alexander Tonini
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
Lengjudeildin
Bjarni í sólinni í Grafarvogi í dag.
Bjarni í sólinni í Grafarvogi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er náttúrulega bara frábær, mér fannst við eiga opnari færi hérna í dag. Þeir voru meira með boltann, en það var planið. Mér fannst heilt yfir þetta sanngjörn úrslit", sagði Bjarni Jóhannsson um tilfinningu sína eftir mikilvægan 0-2 sigur í fallbaráttunni gegn Fjölni.

„Ég veit það ekki, þú verður bara að ráða sagnfræðing í það að tékka á því, hvenær það kom fyrir síðast", svaraði Bjarni þegar fréttamaður spurði hvort hann muni eftir annari eins taphrynu á sínum langa ferli sem knattspyrnuþjálfari.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Selfoss

„Örugglega hefur það einhvern tímann komið fyrir og það er erfitt að rífa sig upp úr svona langri taphrynu. Þess vegna er ég extra ánægður með drengina mína í dag.

Við fengum fleiri færi en þessi tvö sem við gerðum mörkin úr. Það hefur líka verið í fyrri leikjum, munurinn núna og öðrum leikjum er sá að við skoruðum mörk í dag, sem er frábært og héldum hreinu"
, bætti bjarni við til að lýsa vandræðigangi liðsins fyrir framan markið.

Fyrir þennan leik hafði Selfoss aðeins skorað fjögur mörk í fyrstu sex leikjum, þrátt fyrir fjölda tækifæra að sögn Bjarna.

„Við fengum óvenju fá færri hér í dag, miðað við hina leikina, þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvernig manni líður þegar maður er alltaf að búa til færi en skorar ekki"

Athugasemdir
banner
banner