banner
   mið 10. júlí 2019 21:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Engin tilboð borist í Eriksen - Mætir til æfinga um helgina
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen hefur mikið verið orðaður í burtu frá Tottenham í vor og sumar. Eriksen á að hafa sagt við yfirmenn sína að hann þyrfti á nýrri áskorun að halda.

Real Madrid virtist hafa áhuga á honum en áhugi liðsins á Paul Pogba og vilji Pogba til að yfirgefa Manchester United hefur komið í veg fyrir að Real hafi einbeitt sér á að krækja í Eriksen. Juventus hafði einnig áhuga á Dananum.

Spurs hefur ekki fengið nein tilboð í Eriksen send inn á borð til sín og þarf hann að einbeita sér að því að koma sér í leikform fyrir komandi leiktíð.

Eriksen mun snúa aftur til æfinga hjá Tottenham um helgina.

Þá gæti Tottenham endursamið við Fernando Llorente sem rann út á samning undir lok síðasta mánaðar. Tottenham er sagt hafa áhuga á því að halda í spænska framherjann.
Athugasemdir
banner
banner
banner