Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. júlí 2019 15:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR-ingar flugu beint til Molde - „Þægilegra og best svona"
KR-ingar eru mættir til Noregs.
KR-ingar eru mættir til Noregs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar eru mættir út til Noregs og eru komnir upp á hótel. Þeir mæta Molde, toppliði norsku úrvalsdeildarinnar í forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun.

KR-ingar flugu út í 32-sæta flugvél frá Flugfélaginu Erni og var það mjög þægilegt að sögn Rúnar Kristinssonar, þjálfara KR.

„Ég veit ekki hvort það á að kalla þetta einkaflugvél," sagði hann léttur. „Við fórum með flugvél frá Flugfélaginu Erni, 32-sæta vel. Það eru leikmenn, þjálfarar og forráðamennn, við erum 27 saman hérna."

„Við flugum beint. Það var mjög erfitt að fá flug til Osló og þá hingað. Við hefðum þurft að skipta hópnum upp í 2-3 hópa og margir hefðu þurft að bíða í marga klukkutíma í Osló á leiðinni út og á leiðinni heim hefði það verið enn verra. Við hefðum líka þurft að fara degi fyrr."

„Þetta var þægilegra og best svona. Frábært flug og frábær þjónusta sem við fengum hjá Flugfélaginu Erni."

„Þrír tímar að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli og beint hingað. Mjög þægilegt. Sparar tímar og munar ekkert svo miklu í verði í ljósi þess að við sleppum einum sólarhringi á hóteli og mat og öllu sem fylgir því. Þetta kemur út svipað."


Athugasemdir
banner
banner
banner