Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. júlí 2019 21:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Valur svo gott sem úr leik
Dino Hotic eignaðist barn klukkan 13:00 í dag. Dino skoraði annað mark Maribor í leiknum.
Dino Hotic eignaðist barn klukkan 13:00 í dag. Dino skoraði annað mark Maribor í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 0 - 3 Maribor
0-1 Spiro Pericic ('42)
0-2 Dino Hotic ('60)
0-3 Rok Kronaveter ('86, víti)
Lestu nánar um leikinn

Valur tók á móti slóvensku meisturunum, Maribor, í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þetta er 1. umferð forkeppninnar.

Leikurinn var í jafnvægi í fyrri hálfleik og litu Valsmenn vel út. Fyrsta höggið kom á 42. mínútu. Spiro Pericic skoraði þá með skalla eftir aukaspyrnu utan af kanti. Frekar súr staða í hálfleik miðað við frammistöðu liðanna.

Á 52. mínútu kom risaatvik. Óli Kalli skallaði boltann eftir hornspyrnu og fór boltinn í gegnum klofið á markmanni Maribor. Valsmenn fögnuðu og báðu um mark en dómarinn sagði nei og leikurinn hélt áfram.


Valsmenn fengu svo annað högg eftir klukkutíma leik. Rok Kronaveter, sem átti afbragðsleik, óð upp vinstri vænginn og lagði boltann út í teiginn þar sem Dino Hotic fékk hann og klíndi boltann í fjærhornið.

Maribor stýrði leiknum að mestu leyti eftir annað markið og á 85. mínútu fékk Maribor vítaspyrnu þegar Bjarni Ólafur Eiríksson felldi Martin Kramaric sem var nýkominn inn á sem varamaður.

Rok Kronaveter fór á punktinn og skoraði af öryggi - sendi Hannes Halldórsson í rangt horn.

Súrt 0-3 tap gegn sterku liði Maribor staðreynd og vonin lítil fyrir Val í seinni leik liðanna.

Valur fær frí í Pepsi Max-deildinni um helgina en seinni leikur þessara liða fer fram í Slóveníu eftir viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner