mið 10. júlí 2019 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær: Býst við Sanchez klárum eftir þrjár vikur
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez, leikmaður Síle og Manchester United, meiddist í Copa America þegar Síle lék við Argentínu um þriðja sæti keppninnar.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur ekki áhyggjur af meiðslunum og býst við leikmanninum klárum þegar Manchester United snýr til baka úr æfingaferðinni sem liðið er nú í.

„Ég held að meiðsli Alexis séu ekki of alvarleg," sagði Solskjær í viðtali í dag.

„Við búumst við honum aftur eftir þrjár vikur þegar hann á að koma til baka eftir frí. Þá verðum við nýkomnir heim úr æfingaferðinni. Ég býst við honum klárum í að spila strax og æfa strax."

Sanchez hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá United en hann skoraði einungis eitt deildarmark í 20 leikjum á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner