Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
   mið 10. júlí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Svava Rós fór í aðgerð á mjöðm
Mynd: Benfica
Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður NJ/NY Gotham FC í Bandaríkjunum, gekkst á dögunum undir aðgerð á mjöðm en hún greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni.

Síðustu átta mánuðir hafa verið afar erfiðir fyrir Svövu sem hefur verið að ganga í gegnum erfið meiðsli.

Hún gekk í raðir portúgalska félagsins Benfica á láni frá Gotham í september á síðasta ári en fór úr mjaðmarlið mánuði síðar og ekki spilað fótbolta síðan.

Síðustu mánuði hefur hún veri í ströngu endurhæfingaferli og var hluti af því ferli aðgerð sem hún gekkst undir á dögunum.

Svava, sem er 28 ára gömul, verður ekki með næstu mánuði og ekki hægt að setja tímaramma á það hvenær hún snýr aftur á völlinn.


Athugasemdir
banner
banner