Argentína tryggði sér í nótt sæti í úrslitaleik Copa America, með því að leggja Kanada. Liðið mætir Kólumbíu eða Úrúgvæ í úrslitaleiknum um næstu helgi.
Það verður kveðjuleikur Angel Di María með argentínska landsliðinu en þessi 36 ára vængmaður hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna.
                                    
                
                                    Það verður kveðjuleikur Angel Di María með argentínska landsliðinu en þessi 36 ára vængmaður hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna.
„Ég get ekki sagt að ég sé tilbúinn í síðasta leik minn með landsliðinu en það er kominn tími. Hvað sem gerist í úrslitaleiknum held ég að ég geti farið stoltur út um dyrnar — ég gaf allt fyrir landsliðið,“ segir Di María.
Di María hefur átt blómlegan feril en spilar í dag fyrir Benfica í Portúgal. Hann hefur skorað 31 mark í 143 landsleikjum fyrir Argentínu, varð heimsmeistari 2022 og vann Copa America árið á undan. Þá hefur hann á félagsliðaferli sínum raðað inn titlum með Real Madrid og PSG.
Hér má sjá nokkrar myndir frá landsliðsferli Di María:
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                                 
             
             
             
             
             
                    
        
         
                                                                        
                        
             
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                 
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
        