Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 09:27
Elvar Geir Magnússon
Mættur til Lissabon til að ganga frá kaupum Arsenal á Gyökeres
Gyökeres er markaskorari Sporting.
Gyökeres er markaskorari Sporting.
Mynd: EPA
Andrea Berta, yfirmaður íþróttamála hjá Arsenal, flaug til Lissabon til funda augliti til auglitis við forráðamenn Sporting.

Arsenal leggur alla áherslu á að krækja í sóknarmanninn Viktor Gyökeres sem gæti kostað um 70 milljónir punda.

Berta fór til Portúgals í síðustu viku og er nú kominn aftur þangað, með það markmið að ganga frá kaupunum. Það ætti að vera formsatriði að semja við leikmanninn sjálfan.

Þá er Arsenal að ganga frá kaupum á Christian Nörgaard, fyrirliða Brentford. Búist er við því að Arsenal kynni hann sem nýjan leikmann félagsins á næstu dögum. Arsenal borgar um 15 milljónir punda fyrir danska miðjumanninn.
Athugasemdir
banner
banner