Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 10. ágúst 2020 19:09
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Þrumufleygur Ísaks dugði ekki til
Ísak Bergmann í leik með Norrköping
Ísak Bergmann í leik með Norrköping
Mynd: Norrköping
Ísak Bergmann Jóhannesson var á skotskónum í 3-2 tapi Norrköping gegn Helsingborg í kvöld. Þetta var annað mark hans í deildinni.

Ísak, sem er aðeins 17 ára gamall, hefur fest sig í sessi í byrjunarliði Norrköping á tímabilinu en hann hefur byrjað síðustu ellefu deildarleiki.

Norrköping komst yfir í leiknum með marki frá Alexander Fransson en Anthony van der Hurk jafnaði með marki úr vítaspyrnu sex mínútum síðar. Helsingborg fékk annað víti er Ísak handlék knöttinn innan teigs. Markvörður Norrköping varði spyrnuna en Van der Hurk skoraði örugglega úr frákastinu.

Hann gerði annað mark Norrköping í kvöld en það var af dýrari gerðinni. Ísak fékk boltann vinstra megin í teignum og hamraði hann knettinum í netið. Óverjandi fyrir markvörð Helsingborg og staðan 2-2.

Rasmus Jönsson skoraði sigurmark Helsingborg þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur 3-2. Ísak lék allan leikinn fyrir Norrköping.

Ísak hefur nú gert tvö mörk í deildinni og lagt upp þrjú en Norrköping er án sigurs í síðustu fjórum leikjum liðsins í deildinni. Hann hefur spilað vængbakvörð í síðustu leikjum liðsins og gert vel.

Norrköping er í 3. sæti með 25 stig eftir fjórtán leiki. Markið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner