Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 10. ágúst 2022 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Watford vill 20 milljónir fyrir Dennis
Mynd: EPA

Nottingham Forest hefur áhuga á Emmanuel Dennis, 24 ára framherja Watford sem skoraði 10 mörk og gaf 6 stoðsendingar er liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.


Dennis er sóknarmaður að upplagi en getur einnig spilað á báðum köntum og vill Watford fá 20 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Forest vill frekar fá Dennis á lánssamningi með kaupmöguleika en ólíklegt er að Watford samþykki það. 

Dennis er 24 ára gamall og kostaði aðeins 3,5 milljónir þegar Watford keypti hann af Club Brugge í fyrrasumar. Hann á fjögur ár eftir af samningi sínum við Watford.


Athugasemdir
banner
banner