Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   lau 10. ágúst 2024 16:47
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Brighton rúllaði yfir Villarreal - Leicester steinlá
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Ensku úrvalsdeildarfélögin voru að spila síðustu æfingaleikina sína fyrir komandi úrvalsdeildartímabil.

Þar gekk Brighton langbest þar sem lærisveinar Fabian Hürzeler skoruðu fjögur mörk í þægilegum sigri gegn Villarreal.

Danny Welbeck var atkvæðamestur með tvennu en Joao Pedro og Yankuba Minteh komust einnig á blað. Minteh gaf einnig stoðsendingu og þá gaf Kaoru Mitoma einnig stoðsendingu.

West Ham lagði þá Celta Vigo að velli eftir vítaspyrnukeppni, eftir að hafa gert 2-2 jafntefli í venjulegum leiktíma. Jarrod Bowen og Lucas Paquetá lögðu upp fyrir hvorn annan í venjulegum leiktíma. Niclas Füllkrug var eini leikmaður West Ham sem klúðraði í vítaspyrnukeppninni.

Nýliðar Southampton gerðu markalaust jafntefli við Getafe á meðan nýliðar Leicester steinlágu gegn Lens á meðan Wolves töpuðu fyrir Rayo Vallecano.

Bayer Leverkusen gerði jafntefli við Real Betis og Stuttgart rúllaði yfir Athletic Bilbao, þar sem Silas skoraði tvennu í 4-0 sigri. Fiorentina sigraði þá gegn Freiburg og skoraði Moise Kean annað markanna.

Brighton 4 - 0 Villarreal
1-0 Joao Pedro ('14)
2-0 Danny Welbeck ('40)
3-0 Yankuba Minteh ('70)
4-0 Danny Welbeck (85, víti)

West Ham 2 - 2 Celta Vigo (6-5 eftir vítaspyrnur)
1-0 Jarrod Bowen ('6)
1-1 M. Ristic ('22)
2-1 Lucas Paqueta ('35)
2-2 P. Duran ('66)

Southampton 0 - 0 Getafe

Lens 3 - 0 Leicester
1-0 Kevin Danso ('47)
2-0 Angelo Fulgini ('52)
3-0 Angelo Fulgini ('57)

Wolves 0 - 1 Rayo Vallecano
0-1 Isi Palazon ('12)

Leverkusen 1 - 1 Real Betis
0-1 Juanmi ('52)
1-1 Jeanuel Belocian ('78)

Stuttgart 4 - 0 Athletic Bilbao
1-0 Silas ('11)
2-0 Ermedin Demirovic ('14)
3-0 Silas ('49)
4-0 Nick Woltemade ('79)

Freiburg 0 - 2 Fiorentina
0-1 Moise Kean ('17)
0-2 Rolando Mandragora ('72, víti)

Mainz 3 - 1 Montpellier

Heidenheim 2 - 1 Espanyol

Gladbach 1 - 0 Strasbourg

Athugasemdir
banner
banner
banner