Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 10. ágúst 2024 19:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Jóhann Kristinn: Hafði leiðinlega mikil áhrif á okkur
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru vonbrigði, það er vont að tapa," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir 4-2 tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Mér fannst okkar stelpur gera margt mjög vel í þessum leik. Það er svekkjandi að vera að koma í annan útileikinn í röð, skora fimm mörk og fá bara eitt stig úr þeim leikjum. Það er svekkjandi."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 Þór/KA

Þór/KA gerði 3-3 jafntefli við Tindastól í síðasta leik. „Það er nokkuð augljóst hvað er að fara illa með okkur. Breiðablik hafði ekki fengið á sig mörg mörk í deildinni fyrir þennan leik. Hér gerum við tvö en fáum ekkert. Við verðum að herða okkur í því að díla við nokkur atriði leiksins til að fá stig fyrir frammistöðuna okkar."

„Mér fannst við gera margt mjög vel en það er auðvitað líka margt sem þarf að laga. Ég held að þeim hafi ekki liðið rosa vel fyrr en þetta draumamark kemur (þriðja markið). Það rotaði okkur meira en við eigum að leyfa að gerast. Blikaliðið er sigurstranglegt í þessu móti því þær hafa heldur betur breiddina og leikmannahópinn í þetta. Þær eru að gera vel í því sem þær eru að gera."

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði sannkallað draumamark til að koma Breiðabliki í 3-2 eftir að Þór/KA hafði jafnað tvisvar.

„Þetta var högg. Þetta hafði leiðinlega mikil áhrif á okkur, rotaði okkur aðeins of mikið."

Þór/KA er í þriðja sæti en það er langt í liðin fyrir ofan. Þriðja sætið gefur ekki neitt þannig séð en Þór/KA ætlar sér að halda í það.

„Við ætlum bara að spila þetta á þeim stelpum sem við hófum mótið með. Við gerum eins vel og við getum og ætlum að enda eins ofarlega og við tölfræðilega getum. Í leiðinni erum við að búa í haginn fyrir næsta lið Þórs/KA sem tekur þátt á næsta ári. Vonandi getum við haft kveikt á öllum perum áfram. Þriðja sætið gefur ekki neitt en það væri betri árangur en í fyrra," sagði þjálfari Þórs/KA.
Athugasemdir
banner