Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   lau 10. ágúst 2024 19:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Jóhann Kristinn: Hafði leiðinlega mikil áhrif á okkur
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru vonbrigði, það er vont að tapa," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir 4-2 tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Mér fannst okkar stelpur gera margt mjög vel í þessum leik. Það er svekkjandi að vera að koma í annan útileikinn í röð, skora fimm mörk og fá bara eitt stig úr þeim leikjum. Það er svekkjandi."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 Þór/KA

Þór/KA gerði 3-3 jafntefli við Tindastól í síðasta leik. „Það er nokkuð augljóst hvað er að fara illa með okkur. Breiðablik hafði ekki fengið á sig mörg mörk í deildinni fyrir þennan leik. Hér gerum við tvö en fáum ekkert. Við verðum að herða okkur í því að díla við nokkur atriði leiksins til að fá stig fyrir frammistöðuna okkar."

„Mér fannst við gera margt mjög vel en það er auðvitað líka margt sem þarf að laga. Ég held að þeim hafi ekki liðið rosa vel fyrr en þetta draumamark kemur (þriðja markið). Það rotaði okkur meira en við eigum að leyfa að gerast. Blikaliðið er sigurstranglegt í þessu móti því þær hafa heldur betur breiddina og leikmannahópinn í þetta. Þær eru að gera vel í því sem þær eru að gera."

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði sannkallað draumamark til að koma Breiðabliki í 3-2 eftir að Þór/KA hafði jafnað tvisvar.

„Þetta var högg. Þetta hafði leiðinlega mikil áhrif á okkur, rotaði okkur aðeins of mikið."

Þór/KA er í þriðja sæti en það er langt í liðin fyrir ofan. Þriðja sætið gefur ekki neitt þannig séð en Þór/KA ætlar sér að halda í það.

„Við ætlum bara að spila þetta á þeim stelpum sem við hófum mótið með. Við gerum eins vel og við getum og ætlum að enda eins ofarlega og við tölfræðilega getum. Í leiðinni erum við að búa í haginn fyrir næsta lið Þórs/KA sem tekur þátt á næsta ári. Vonandi getum við haft kveikt á öllum perum áfram. Þriðja sætið gefur ekki neitt en það væri betri árangur en í fyrra," sagði þjálfari Þórs/KA.
Athugasemdir
banner