Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   lau 10. ágúst 2024 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Aron Einar lagði upp jöfnunarmarkið
Lengjudeildin
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þór 2 - 2 Njarðvík
0-1 Dominik Radic ('46)
0-2 Dominik Radic ('52)
1-2 Birkir Heimisson ('70 , víti)
2-2 Vilhelm Ottó Biering Ottósson ('79)

Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Njarðvík

Þór og Njarðvík áttust við í Lengjudeild karla í dag og var staðan markalaus eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem bæði lið fengu tækifæri til að skora en tókst ekki að setja boltann í netið.

Dominik Radic, sem átti tilraun í stöng í fyrri hálfeik, byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði tvennu fyrir Njarðvíkinga.

Dominik gerði vel að klára þegar hann fékk boltann í hættulegum stöðum fyrir framan mark Þórsara og héldu Njarðvíkingar tveggja marka forystu í rúman stundarfjórðung.

Njarðvíkingar komust nálægt þvi að bæta þriðja markinu við en tókst ekki og kom Aron Einar Gunnarsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, inn af bekknum.

Það liðu aðeins þrjár mínútur þar til Þór fékk dæmda vítaspyrnu og skoraði Birkir Heimisson af punktinum.

Það var mikið líf á lokakaflanum þar sem Njarðvíkingar fengu áfram hættueg færi en heimamönnum tókst að jafna á Akureyri eftir gæðamikla fyrirgjöf frá Aroni Einari sem rataði beint á kollinn á Vilhelm Ottó Biering Ottóssonar sem skoraði af öryggi.

Aron Birkir Stefánsson varði vel fyrir Þór á lokamínútunum og komust Akureyringar nálægt því að stela sigrinum í uppbótartíma en tókst ekki. Lokatölur urðu því 2-2 eftir gríðarlega fjöruga viðureign.

Njarðvík er með 26 stig eftir 16 umferðir, fimm stigum frá öðru sætinu.

Þór er með 18 stig, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner