Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tíu spurningar fyrir enska: Hver verður markakóngur?
Salah var markakóngur síðasta tímabil með 29 mörk.
Salah var markakóngur síðasta tímabil með 29 mörk.
Mynd: EPA
Erling Haaland þykir líklegur.
Erling Haaland þykir líklegur.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sóli Hólm, til vinstri, er einn af álitsgjöfunum.
Sóli Hólm, til vinstri, er einn af álitsgjöfunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað en fyrsti leikur er næsta föstudag. Síðustu daga höfum við verið að hita upp með því að opinbera sérstaka spá Fótbolta.net fyrir deildina.

Við fengum líka þekkta einstaklinga til að svara tíu spurningum í tengslum við deildina. Hér fyrir neðan má sjá svörin við spurningu númer fimm sem er hver verður markakóngur?

Adda Baldursdóttir, sérfræðingur
Erling Haaland.

Andri Már Eggertsson, fjölmiðlamaður
Erling Haaland.

Arna Eiríksdóttir, leikmaður FH
Saka Starboy tekur þetta.

Ásta Eir Árnadóttir, fyrrum fyrirliði Breiðabliks
Salah. Töframaðurinn verður á eldi annað tímabilið í röð.

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV
Þetta er einfalt þetta árið, Viktor Gyökeres. 34 mörk.

Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur
Erling Haaland (hver annar?).

Kjartan Atli, sjónvarpsmaður og körfuboltaþjálfari
Erling Haaland mætir ákaflega hungraður til leiks og raðar inn mörkunum. Hann verður markakóngur, Salah í öðru og Cole Palmer í þriðja.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram
Salah verður markakóngur. Ég gæti reyndar trúað því að ef Isak kemur til Liverpool að þá þurfi Salah að sætta sig við að vera næstmarkahæstur á eftir honum.

Sóli Hólm, formaður Liverpool samfélagsins
Ef Alexander Isak endar hjá Liverpool þá verður hann markakóngur. Annars get ég ímyndað mér að Salah taki þetta bara þægilega.

Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður hjá SÝN
Erling Haaland. Hann verður í revenge mode.
Athugasemdir