þri 10. september 2019 15:00
Fótbolti.net
Lið 16. umferðar: Flestar úr KR
KR fagnar marki gegn Þór/KA.
KR fagnar marki gegn Þór/KA.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Anna María Baldursdóttir er í vörninni.
Anna María Baldursdóttir er í vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir
Agla María Albertsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
16. umferðinni í Pepsi Max-deild kvenna lauk í gær með fjórum leikjum. KR vann Þór/KA 4-0 á heimavelli þar sem Gloria Douglas fór á kostum á hægri kantinum. Betsy Hassett var öflug á miðjunni og Ingunn Haraldsdóttir var góð í vörninni. Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, er þjálfari umferðarinnar.

Valur er áfram á toppnum eftir 4-0 sigur á ÍBV. Reynsluboltarnir Hallbera Gísladóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skiluðu góðu dagsverki fyrir Val.

Agla María Albertsdóttir var best í liði Breiðabliks í grannaslag gegn HK/Víking. Audrey Baldwin markvörður HK/Víkings varði oft vel í þeim leik.

Selfoss styrkti stöðu sína í 3. sætinu með sigri á Fylki. Barbára Sól Gísladóttir er leikmaður umferðarinnar eftir magnaða frammistöðu í hægri bakverðinum og Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði sigurmarkið.

Stjarnan kvaddi falldrauginn með 4-1 heimasigri gegn Keflavík. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði tvívegis og Anna María Baldursdóttir var öflug í vörninni.

Sjá einnig:
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner