Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 10. september 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Lið 20. umferðar - Fimm frá Aftureldingu
Orri Þórhallsson er í liði umferðarinnar.
Orri Þórhallsson er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Fannar er í liði umferðarinnar.
Gunnlaugur Fannar er í liði umferðarinnar.
Mynd: Hulda Margrét
Georg Bjarnason er í liðinu.
Georg Bjarnason er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
19. umferðin í Inkasso-deild karla var rosleg í meira lagi. Ótrúleg úrslit litu dagsins ljós og þrjú lið í fallbaráttunni unnu mikilvæga sigra og staðan á toppi deildarinnar harðnaði enn.

Arnar Hallsson þjálfari Aftureldingar er þjálfari umferðarinnar en liðið fór á Seltjarnarnensið og vann öruggan 5-0 sigur á Gróttu sem er í mikilli baráttu um sæti í Pepsi Max-deildinni. Afturelding er með fjóra leikmenn í liði umferðarinnar. Það eru varnarmennirnir, Arnór Gauti Jónsson og Georg Bjarnason auk Jasonar Daða Svanþórssonar og Andra Freys Jónassonar.


Haukar unnu Njarðvík 4-0 á heimavelli og eiga þeir þrjá fulltrúa í liðinu. Gunnlaugur Fannar Guðmunsson er í vörninni, Daníel Snorri Guðlaugsson á miðjunni og fremstur er Kristófer Dan Þórðarson sem skoraði þrennu í leiknum.

Þrátt fyrir tap gegn Leikni 1-0 er markvörður Keflavíkur, Sindri Kristinn Ólafsson í markinu en hann bjargaði sínum mönnum oft í leiknum og Keflvíkingar geta þakkað Sindra fyrir að tapið var ekki stærra.

Fjölnismenn eiga síðan þrjá fulltrúa í liði umferðarinnar en liðið vann ótrúlegan 7-1 sigur á Þór fyrir norðan í toppbaráttuslag. Jóhann Árni Gunnarsson, Ingibergur Kort Sigurðsson og Orri Þórhallsson eru fulltrúar Fjölnis í liði umferðarinnar.

Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner