Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 10. september 2019 13:01
Elvar Geir Magnússon
„Egóið þeirra eyðilagði möguleikana"
Ryan Babel.
Ryan Babel.
Mynd: Getty Images
Ryan Babel heldur því fram að Holland hefði unnið HM 2010 ef Robin van Persie, Wesley Sneijder, Arjen Robben og Rafael van der Vaart væru ekki svona miklir egóistar.

Babel segir að þessir leikmenn hafi ekki verið að spila fyrir liðið heldur sjálfa sig.

Holland tapaði fyrir Spáni í úrslitaleiknum á HM 2010 en sigurmarkið skoraði Andres Iniesta í framlengingu.

Babel spilaði ekki neitt á umræddu móti.

„Á þessum tíma var barátta milli fjögurra stærstu nafna liðsins. Þeir vildu allir vera númer eitt. Þeir hugsuðu bara um sjálfa sig. Það er miklu meiri liðsheild í hollenska liðinu í dag," segir Babel.

„Á mótinu 2010 vantaði örlítið upp á að Holland yrði heimsmeistari. Ég held að þessi þáttur hafi ráðið úrslitum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner