Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 10. september 2019 07:45
Ívan Guðjón Baldursson
Van Dijk: Hef verið að fylgjast með Süle
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool og hollenska landsliðsins, hefur miklar mætur á Niklas Süle, varnarmanni FC Bayern og þýska landsilðsins.

Van Dijk kom á undan Lionel Messi og Cristiano Ronaldo í kjöri á leikmanni ársins enda var hann algjör lykilmaður í liði Liverpool sem vann Meistaradeildina og komst hársbreidd frá sínum fyrsta úrvalsdeildartitli.

„Ég hef verið að fylgjast með þróun Süle í nokkur ár og hef oft spilað gegn honum," sagði Van Dijk, en þeir mættust einmitt í undankeppni EM 2020 á dögunum.

„Hann er mjög hæfileikaríkur varnarmaður sem á framtíðina fyrir sér. Það er ekki að ástæðulausu sem hann er lykilmaður hjá FC Bayern."

Süle er 24 ára og lék allan leikinn í 2-4 tapi á heimavelli gegn Van Dijk og félögum frá Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner