Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. september 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Veigar Páll tekur þátt í „Allir geta dansað"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Veigar Páll Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, verður á meðal þátttakenda í sjónvarpsseríunni „Allir geta dansað" á Stöð 2 í vetur.

Veigar Páll er fyrrum landsliðs og atvinnumaður í fótbolta en hann er afar leikinn með boltann. Í sjónvarpsþáttunum fær hann tækifæri til að sýna danshæfileika sína.

Um er að ræða seríu númer tvö í „Allir geta dansað" á Íslandi.

Erlendis hafa fótboltamenn áður tekið þátt í dansþáttum og má nefna þá Peter Schmeichel, John Barnes, Robbie Savage og David James sem hafa allir tekið þátt í „Strictly Come Dancing" í Englandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner