PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   þri 10. september 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Bruyne brjálaður eftir tap í gær - „Get ekki haft það eftir"
Mynd: Getty Images

Kevin de Bruyne, fyrirliði belgíska landsliðsins, var brjálaður eftir tap liðsins gegn Frakklandi í Þjóðadeildinni í gær.


Belgía tapaði leiknum 2-0 en fyrirliði Man City var allt annað en sáttur með frammistöðu liðsins.

„Ég get ekki sagt hvað fór úrskeðis. Ég sagði liðinu það í hálfleik. Ég get ekki haft það eftir við fjölmiðla en við verðum að gera betur að öllu leyti. Ef markmiðið er að vera með þeim bestu, en við erum ekki lengur nógu góðir til að komast þangað, þá verður þú að gefa allt í þetta. Ef þú gerir það ekki þá er þetta búið," sagði De Bruyne.

„Við erum of margir til baka. Ef þú ert með sex leikmenn aftast er engin tenging. Svona er þetta. Þetta snýst um menn sem sinna ekki sýnu hlutverki," sagði De Bruyne þegar ýtt var á hann um frekari svör.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hraunar yfir samherja sína eftir tap gegn Frakklandi en hann gagnrýndi einnig liðið eftir 1-0 tap gegn Frakklandi í 16-liða úrslitum á EM í sumar.

„Ég get sætt mig við það að við séum ekki eins góðir og árið 2018. Ég var sá fyrsti sem sá það en það er annað sem er óásættanlegt en ég er ekki að fara segja hvað það er," sagði De Bruyne eftir að liðið féll úr leik á EM í Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner