Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 10. október 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Birkir hefur skorað 25% marka sinna gegn Frökkum
Icelandair
Birkir í leik gegn Frökkum á EM 2016.
Birkir í leik gegn Frökkum á EM 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason hefur skorað 25% af mörkum sínum fyrir íslenska landsliðið í leikjum gegn Frökkum.

Birkir hefur skorað tólf mörk í 80 landsleikjum en þrjú þeirra hafa komið í landsleikjum gegn Frökkum.

Árið 2012 skoraði Birkir í 3-2 tapi Íslands í vináttuleik gegn Frökkum.

Birkir skoraði aftur í 5-2 tapinu gegn Frökkum í 8-liða úrslitum á EM 2016 og síðan einnig í 2-2 jafnteflinu í vináttuleik í Guingamp í fyrra.

Birkir náði ekki að skora þegar Ísland tapaði 4-0 gegn Frökkum í mars en hann gæti bætt við marki gegn heimsmeisturunum í leiknum á Laugardalsvelli annað kvöld.

„Ég geri mitt besta og vonandi næ ég fleiri mörkum fyrir liðið. Það er alltaf markmiðið að ná fleiri mörkum," sagði Birkir í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild.
Birkir staðfestir viðræður við Stoke og Derby: Opinn fyrir öllu
Athugasemdir
banner
banner
banner