Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
banner
   fös 10. október 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel Michal fór aftur til Danmerkur á reynslu
Mynd: ÍA
Hinn ungi Daníel Michal Grzegorzsson æfir þessa dagana með OB í Danmörku. Hann er fæddur árið 2009 og kom til ÍA frá KFA fyrir tímabilið 2025.

OB er í dönsku úrvalsdeildinni og Daníel spilaði leik með U17 ára liði þess gegn Vejle á dögunum og skoraði í þeim leik tvö mörk.

Hann á að baki þrjá leiki fyrir U15 ára landsliðið og skoraði í þeim eitt mark. Hann var fyrr á þessu ári í æfingahópi U16.

Daníel er fljótur og teknískur leikmaður sem fór á reynslu til danska félagsins Esbjerg í ágúst.

Athugasemdir