Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
banner
   fös 10. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gnabry veit ekki hvort hann fái nýjan samning
Mynd: EPA
Kantmaðurinn Serge Gnabry rennur út á samningi hjá FC Bayern eftir tímabilið og er ekki að stressa sig á því að semja við Þýskalandsmeistarana.

Gnabry er 30 ára gamall og hefur komið að sjö mörkum í tíu leikjum í öllum keppnum það sem af er tímabils.

Hann virðist þó ekki vera viss um hvort félagið vilji bjóða honum nýjan samning.

„Það er undir félaginu komið að bjóða mér nýjan samning. Tíminn mun leiða í ljós hvort það gerist eða ekki," segir Gnabry sem er staddur með þýska landsliðinu þessa dagana.

„Eina sem ég get gert er að einbeita mér að því að spila vel."

Gnabry kom að 17 mörkum í 47 leikjum á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner