
Thelma Karen Pálmadóttir átti stórleik með FH á dögunum þegar liðið vann stórsigur á Þrótti og kom sér í kjörstöðu að ná Meistaradeildarsæti í Bestu deild kvenna.
Thelma Karen hefur átt magnað tímabil en hún er núna markahæsti leikmaður efri hluta Bestu deildarinnar eftir skiptingu með fjögur mörk.
Thelma Karen hefur átt magnað tímabil en hún er núna markahæsti leikmaður efri hluta Bestu deildarinnar eftir skiptingu með fjögur mörk.
„Ég man ekki eftir svona efni," sagði Magnús Haukur Harðarson í síðasta þætti Uppbótartímans en Thelma Karen er bara 17 ára gömul.
„Hún er fædd 2008 og er tilbúin í allt sem hún gerir, hún er svo áræðin. Hún er með alla faktorana," sagði Maggi jafnframt og bætti við:
„Thelma Karen, ég á eiginlega ekki til lýsingarorð."
„Hún virðist líka vera svo þroskuð, þegar maður horfir til dæmis á ákvarðanartökur," sagði Ásta Eir Árnadóttir í þættinum.
Thelma Karen hefur sprungið gjörsamlega út á þessu tímabili og hefur verið orðuð við stórlið Roma á Ítalíu. Það eru líka aðrir efnilegir leikmenn í FH að gera það gott.
„Svo getum við rætt um Ingibjörgu, sem er fædd 2009, þessi afgreiðsla hjá henni. Að detta þetta í hug," sagði Magnús Haukur.
Minnst var á það í þættinum að Thelma Karen þurfi mögulega að fara að taka næsta skref á ferlinum þó hún sé ung að árum.
„Ætti hún að fara í Breiðablik?" sagði Ásta létt en hún er fyrrum fyrirliði Breiðabliks. „Hættu þessu Ásta," sagði Maggi léttur þá. „Ég hef sagt að hún sé í landsliðsklassa og ég fer ekkert ofan af því."
Hægt er að hlusta á allan þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir