West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
   mið 08. október 2025 21:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sænski bikarinn: Elísa Lana í byrjunarliðinu í fyrsta sinn
Kvenaboltinn
Elísa Lana í leik með FH í sumar
Elísa Lana í leik með FH í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingaliðin Kristianstad og Linköping eru komin áfram í sænska bikarnum eftir sigra í forkeppninni í dag.

Elísa Lana Sigurjónsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Kristianstad í 2-1 sigri gegn Helsingborg eftir komuna frá FH fyrir rúmum mánuði síðan. Hún spilaði allan leikinn.

Alexandra Jóhannsdóttir spilaði seinni hálfleikinn en Guðný Árnadóttir var ekki í hópnum. Arna Rut Þráinsdóttir var í byrjunarliði Helsingborg.

Linköping rúllaði yfirr Rada 6-0. María Catharina Ólafsdóttir Gros var ekki í leikmannahópnum.
Athugasemdir
banner