Kylian Mbappé, sóknarmaður Real Madrid, er ein af skærustu stjörnum fótboltaheimsins um þessar mundir og tjáði sig um Lamine Yamal, 18 ára kantmann erkifjendanna í Barcelona.
Yamal gæti reynst einn af betri fótboltamönnum sinnar kynslóðar og er nú þegar orðinn ómissandi lykilmaður í spænska landsliðinu sem vann EM í fyrra og hjá Barcelona sem vann spænsku deildina.
„Maður sér að hann hefur mikla ástríðu fyrir fótbolta og það er það eina sem hann má ekki týna, þessari ástríðu. Allt annað er hans persónulega líf. Fólk talar mikið um persónulega lífið hans og mér finnst eins og það ætti að láta hann í friði," sagði Mbappé í viðtali við Movistar.
Yamal hefur verið duglegur að ferðast í fríunum sínum og verið með ýmsa kvenmenn á sínum snærum. Fjölmiðlar virðast hafa mikinn áhuga á því.
„Hann er magnaður fótboltamaður en í alvöru lífinu þá er þetta 18 ára strákur. Allir gera mistök þegar þeir eru 18 ára gamlir. Það er eitthvað gott og eitthvað slæmt en þetta er mikilvægt fyrir alla einstaklinga að læra upp á eigin spýtur hvað hentar fyrir mann í lífinu og hvað ekki.
„Við eigum að einbeita okkur að því sem hann gerir á vellinum, ekki því sem hann gerir utan vallar svo lengi sem það er ekkert alvarlegt. Þetta er fótboltamaður sem býr yfir mögnuðum hæfileikum og ég vona að honum gangi vel."
Stöðutaflan
Spánn
La Liga - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Real Madrid | 8 | 7 | 0 | 1 | 19 | 9 | +10 | 21 |
2 | Barcelona | 8 | 6 | 1 | 1 | 22 | 9 | +13 | 19 |
3 | Villarreal | 8 | 5 | 1 | 2 | 14 | 8 | +6 | 16 |
4 | Betis | 8 | 4 | 3 | 1 | 13 | 8 | +5 | 15 |
5 | Atletico Madrid | 8 | 3 | 4 | 1 | 15 | 10 | +5 | 13 |
6 | Elche | 8 | 3 | 4 | 1 | 11 | 9 | +2 | 13 |
7 | Sevilla | 8 | 4 | 1 | 3 | 15 | 11 | +4 | 13 |
8 | Athletic | 8 | 4 | 1 | 3 | 9 | 9 | 0 | 13 |
9 | Espanyol | 8 | 3 | 3 | 2 | 11 | 11 | 0 | 12 |
10 | Alaves | 8 | 3 | 2 | 3 | 9 | 8 | +1 | 11 |
11 | Getafe | 8 | 3 | 2 | 3 | 9 | 11 | -2 | 11 |
12 | Osasuna | 8 | 3 | 1 | 4 | 7 | 8 | -1 | 10 |
13 | Levante | 8 | 2 | 2 | 4 | 13 | 14 | -1 | 8 |
14 | Vallecano | 8 | 2 | 2 | 4 | 8 | 10 | -2 | 8 |
15 | Valencia | 8 | 2 | 2 | 4 | 10 | 14 | -4 | 8 |
16 | Celta | 8 | 0 | 6 | 2 | 7 | 10 | -3 | 6 |
17 | Girona | 8 | 1 | 3 | 4 | 5 | 17 | -12 | 6 |
18 | Oviedo | 8 | 2 | 0 | 6 | 4 | 14 | -10 | 6 |
19 | Real Sociedad | 8 | 1 | 2 | 5 | 7 | 12 | -5 | 5 |
20 | Mallorca | 8 | 1 | 2 | 5 | 7 | 13 | -6 | 5 |
Athugasemdir