Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong gagnrýnir það að leikur Barcelona gegn Villarreal í spænsku deildinni verði spilaður í Miami í Bandaríkjunum seinna á árinu.
Þetta verður í fyrsta sinn sem evrópskur deildarleikur verður spilaður utan Evrópu.
„Ég skil sjónarhornið hjá félögunum, þau græða á þessu. En ég hefði aldrei samþykkt þetta sjálfur. Ég er ekki sammála þessu, mér finnst þetta ekki sanngjarnt. Við erum að fara að spila útileik á hlutlausum velli. En mér finnst eins og enginn sé að hlusta á okkur," segir De Jong.
Þetta verður í fyrsta sinn sem evrópskur deildarleikur verður spilaður utan Evrópu.
„Ég skil sjónarhornið hjá félögunum, þau græða á þessu. En ég hefði aldrei samþykkt þetta sjálfur. Ég er ekki sammála þessu, mér finnst þetta ekki sanngjarnt. Við erum að fara að spila útileik á hlutlausum velli. En mér finnst eins og enginn sé að hlusta á okkur," segir De Jong.
Í febrúar mun leikur AC Milan gegn Como í ítölsku deildinni vera spilaður í Perth í Ástralíu. Adrien Rabiot, leikmaður Milan, gagnrýndi þetta í vikunni.
„Það er mikið talað um leikjaálag og heilsu leikmanna og svo kemur þetta bull. Það er algjörlega brjálað að leggja á sig allt þetta ferðalag til Ástralíu fyrir leik milli tveggja ítalskra liða. En við þurfum bara eins og alltaf að sætta okkur við þetta," sagði Rabiot.
Aleksander Ceferin forseti FIFA segir að það hafi verið með trega sem það hafi verið samþykkt að spila umrædda leiki utan Evrópu. Hann segist óttast að það eyðileggi deildirnar ef leikir eru færðir erlendis.
Athugasemdir