Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palmer spilar ekkert í október
Mynd: EPA
Það er búist við því að Cole Palmer spili ekkert í október vegna meiðsla. BBC fjallar um málið eftir að Chelsea fundaði vegna meiðsla lykilmannsins.

Meiðslin hafa reglulega komið upp hjá enska landsliðsmanninum síðustu mánuðina, fyrst á stuttu undirbúningstímabili eftir að Chelsea vann HM félagsliða.

Palmer hefur einngis spilað í fjórum leikjum á tímabilinu.

Það er búist við því að hann missi af leikjum gegn Nottingham Forest, Ajax, Sunderland og Wolves.

Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, óttaðist að meiðsli Palmer gætu orðið krónísk þegar hann vr spurður út í fjarveru hans í landsliðsverkefninu sem nú er í gangi.
Athugasemdir
banner