Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
banner
   fös 10. október 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eins og nýr Sadio Mane undir öðru nafni
Antoine Semenyo hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.
Antoine Semenyo hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: EPA
Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að Antoine Semenyo, kantmaður Bournemouth, sé búinn að vera besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar til þessa.

Semenyo hefur hingað til skorað sex mörk og lagt upp þrjú á yfirstandandi tímabili.

„Hann er 25 ára en mér finnst hann virka á mig eins og ef ég væri með Sadio Mane í Football Manager og svo væri hann orðinn of gamall og myndi hverfa úr leiknum en það myndi koma 'regen' í staðinn - nýr Sadio Mane undir öðru nafni en bara 19 ára eða eitthvað. Mér finnst vera rosalega margt líkt með þeim," sagði Hrafn Kristjánsson í Enski boltinn hlaðvarpinu.

„Þeir eru rosalega dínamískir með boltann í löppunum, vel jafnfættir og gera allt af krafti. Hann er bara góður í fótbolta, frábær fótboltamaður," sagði Hrafn jafnframt.

„Þessi gæi gæti alveg spilað á vinstri kantinum fyrir Liverpool."

„Hann er einhvern veginn að taka skrefið vel fram á við í byrjun móts," sagði Magnús Haukur Harðarson í þættinum.
Enski boltinn - Er Liverpool í krísu?
Athugasemdir
banner
banner
banner