Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 14:38
Kári Snorrason
Segir stöðu Stefáns leiðinlega: Til að taka skrefinu lengra þarf þetta stef að breytast
Eimskip
Stefán Teitur hefur aðeins spilað sex mínútur fyrir Preston frá síðasta landsliðsglugga.
Stefán Teitur hefur aðeins spilað sex mínútur fyrir Preston frá síðasta landsliðsglugga.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnar Gunnlaugsson segir stöðu Stefáns leiðinlega.
Arnar Gunnlaugsson segir stöðu Stefáns leiðinlega.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Stefán Teitur Þórðarson er í leikmannahóp Íslands sem mætir Úkraínu annað kvöld. Hann er í kuldanum hjá Preston North End á Englandi, en Stefán hefur aðeins spilað sex mínútur fyrir Preston frá síðasta landsliðsglugga.

Stefán byrjaði leikinn gegn Aserbaídsjan og kom inn á gegn Frakklandi í síðasta landsliðsglugga. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í hvort að leikformið á Stefáni væri áhyggjuefni.


„Auðvitað vill maður að allir strákarnir séu í toppformi og toppstandi. Þetta hefur einhvern veginn verið þannig síðustu ár og í öllum gluggunum mínum að það eru alltaf einhverjir tveir, jafnvel þrír, sem eru ekki fastamenn í sínum liðum. 

„Ég held að það sé út af stærð þjóðarinnar, mér leiðist að segja þetta en ef við værum að tala um enska, þýska og franska leikmenn þá eru þeir fastamenn í öllum sínum liðum.“

„Hjá okkur virðist þetta vera smá 'trend', til þess að taka skrefinu áfram og verða betri þarf þetta 'trend' að breytast. Við þekkjum þetta með alla leikmenn, það eru mismunandi ástæður af hverju þeir eru ekki að spila. Það er eitthvað sem ég get ekki svarað fyrir.

„Hann er klárlega mikilvægur leikmaður fyrir okkar hóp. Hann er búinn að standa sig mjög vel hjá okkur. Þetta er leiðinleg staða, bæði fyrir hann og fleiri sem lenda í þessu. En það er eins og alltaf: Áfram gakk, 'take it on the chin' og halda áfram,“ sagði Arnar að lokum. 


Athugasemdir
banner