
Pablo Aguilera Simon hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net yfirgefið Fylki eftir eitt tímabil hjá félaginu. Hann skrifaði undir 1+1 samning við félagið síðasta vetur, riftunarákvæði var í samningnum og það var nýtt.
Pablo er spænskur kantmaður sem lék mjög vel seinni hluta mótsins, skoraði fjögur mörk og lagði upp sjö. Hann var á tímabilinu fjórum sinnum valinn í lið umferðarinnar.
Pablo er spænskur kantmaður sem lék mjög vel seinni hluta mótsins, skoraði fjögur mörk og lagði upp sjö. Hann var á tímabilinu fjórum sinnum valinn í lið umferðarinnar.
Hann er nú farinn heim til Spánar en hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net áhuga á því að spila áfram á Íslandi.
Hann er fæddur árið 1998 og kom til Fylkis frá Bandaríkjunum þar sem hann lék með liði Marshall háskólans.
Tímabilið hjá Fylki var vonbrigði, stefnan var sett upp í Bestu deildina en úr varð að Fylkir gat fallið í lokaumferðinni en náði að bjarga sér.
Athugasemdir