Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
banner
   fim 09. október 2025 13:00
Kári Snorrason
Stjóri Boca Juniors látinn
Miguel Ángel Russo.
Miguel Ángel Russo.
Mynd: EPA

Argentíski þjálfarinn Miguel Ángel Russo er látinn 69 ára að aldri, eftir áralanga baráttu við krabbamein. En hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir átta árum.

Russo tók við störfum hjá Boca Juniors í þriðja sinn í júní og stýrði liðinu þar til í lok september þar til að hann fór í veikindaleyfi.


Þjálfarinn kom víða við á ferli sínum en ásamt Boca stýrði hann níu öðrum liðum í Argentínu ásamt því að stýra Al Nassr fyrir þremur árum. 

Í tilkynningu Boca segir að stjórinn muni skilja eftir sig ómetanleg spor í sögu félagsins og að hann verði alltaf fyrirmynd gleði, hlýju og alúðar.

Edinson Cavani sem nú leikur með félaginu minnist hans jafnramt á samfélagsmiðlum sínum og segir Russo hafa kennt honum hvað hugrekki er. 


Athugasemdir