
Íslendingar voru í eldlínunni í forkeppni Evrópubikarsins í dag. Lið mætast heima og útii í einvígi um sæti í aðalkeppninni. Sextán lið komast í aðalkeppnina sem er útsláttakeppni.
Inter er komið með annan fótinn í aðalkeppnina eftir 7-0 sigur gegn Vllaznia frá Albaníu á heimavelli. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var í markinu hjá Inter en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í leikmannahópnum.
Inter er komið með annan fótinn í aðalkeppnina eftir 7-0 sigur gegn Vllaznia frá Albaníu á heimavelli. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var í markinu hjá Inter en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í leikmannahópnum.
Emelía Óskarsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Koge vann Glasgow City 2-1 á heimavelli.
Það var Íslendingaslagur í Belgíu þar sem Anderlecht fékk Braga frá Portúgal í heimsókn. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir var í byrjunarliði Anderlecht og Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Braga. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Braga. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Athugasemdir