Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eigandi Burnley kaupir Espanyol
Mynd: EPA
Alan Pace, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Burnley, hefur klárað kaupinn á spænska félaginu Espanyol í gegnum fyrirtækið sitt Velocity Sports Partners.

Yfirtökuferlið hefur verið unnið algjörlega aðskilið frá Burnley og því hafa ekki neinir fjármunir verið teknir úr enska félaginu.

Pace og VSP er áfram með fulla einbeitingu á Burnley og markmiðið er að halda sætinu í úrvalsdeildinni.

Espanyol er í spænsku úrvalsdeildinni, í 9. sæti eins og er, félagið er í Barcelona og helsti rígurinn er við grannana í Barcelona. Liðið spilar á RCDE leikvnginum í Barcelona en sá leikvangur tekur 40 þúsund manns í sæti.
Athugasemdir
banner
banner