
Leikur Íslands og Úkraínu í undankeppni HM er kominn á fulla ferð á Laugardalsvelli. Ísland vann Aserbaísjan og tapaði naumlega gegn Frakklandi í síðasta glugga.
Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur á Sýn Sport, tók Sverri Inga Ingason fyrir í umfjöllun Sýnar en hann gagnrýndi frammistöðu hans í síðustu tveimur leikjum.
Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur á Sýn Sport, tók Sverri Inga Ingason fyrir í umfjöllun Sýnar en hann gagnrýndi frammistöðu hans í síðustu tveimur leikjum.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 5 Úkraína
„Þegar þú ert að pressa svona þá þarftu að ýta vörninni hátt upp. Mér fannst Sverrir oft vera í vandræðum, hann er að stjórna þessu aftast. Hann er að hoppa upp og gera öðrum varnarmönnum lífið erfitt fyrir með því að stökkva upp úr vörninni," sagði Lárus Orri.
„Við erum að skilja svolítinn skugga eftir í vörninni sem er að gefa færi á okkur. Hefði Aserbaísjan verið með betra lið hefðu þeir nýtt það betur á móti okkur."
„Þú verður að ýta liðinu upp til að hafa það þétt. En þú getur ekki bara stokkið upp, hinir varnarmennirnir hafa engan tíma til að bregðast við því," sagði Lárus Orri að lokum.
Athugasemdir