
Það mætti halda að íslenski fataframleiðandinn 66°Norður sé að taka fyrir þýsku Bundesliguna. Tveir knattspyrnustjórar toppliðanna voru klæddir í yfirhafnir frá íslenska fataframleiðandanum í leikjum helgarinnar í Þýskalandi.
Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Bayern Munchen, var klæddur í Vind jakka frá 66°Norður þegar Bæjarar unnu Eintracht Frankfurt 3-0 á útivivell og héldu áfram sigurgöngu sinni. Þetta var sjötti sigurleikur liðsins í jafnmörgum leikjum og er liðið á toppi Bundesligunnar með 18 stig. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kompany klæðist fatnaði frá 66°Norður en hann hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og hefur án efa kynnst fatamerkinu á ferðalögum sínum hingað til lands. Hann var stjóri Burnley áður en hann tók við Bayern og lék Jóhann Berg Guðmundsson m.a. undir hans stjórn hjá enska liðinu.
Kompany var ekki eini knattspyrnustjórinn sem var áberandi í 66°Norður fatnaði í Bundesligunni um helgina því Daninn Kasper Hjulmand, knattspyrnustjóri Bayer Leverkusen, var klæddur í Keili dúnvesti frá íslenska fatamerkinu þegar hann stýrði liði sínu til 2-0 sigurs á heimavelli gegn Union Berlin. Hjulmand tók sig vel út í vestinu en á hliðarlínunni.
Landi hans Thomas Frank, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur oft klæðst yfirhöfnum frá 66°Norður í ensku úrvalsdeildinni og Hjulmand og Kompany eru nú komnir í þann góða hóp knattspyrnustjóra.