Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
   fös 10. október 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd einbeitir sér að miðjumanni næsta sumar
Casemiro og Bruno Fernandes byrjuðu á miðjunni í sigri gegn Sunderland síðustu helgi.
Casemiro og Bruno Fernandes byrjuðu á miðjunni í sigri gegn Sunderland síðustu helgi.
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að stjórnendur Manchester United séu búnir að taka ákvörðun um að kaupa hágæða miðjumann næsta sumar.

Rauðu djöflunum hefur lengi vantað miðjumann í leikkerfið hjá Rúben Amorim, en félagið einbeitti sér að því að kaupa sóknarleikmenn síðasta sumar.

Man Utd hefur mikinn áhuga á Carlos Baleba hjá Brighton og Elliot Anderson hjá Nottingham Forest en ekki er búist við að félagið reyni að kaupa miðjumann í janúarglugganum eftir eyðslu sumarsins. Stefnan er sett á næsta sumar.

Brasiíski miðjumaðurinn Casemiro er meðal þeirra sem renna út á samningi næsta sumar en ólíklegt er að félagið vilji endurnýja við hann vegna hárra launakrafa.

Man Utd er sagt vera að fylgjast með mörgum miðjumönnum en þar á meðal eru Adam Wharton og Morten Hjulmand.
Athugasemdir
banner