Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   mið 08. október 2025 15:38
Elvar Geir Magnússon
Hraunaði yfir Leao fyrir framan liðið
Rafael Leao hefur ekki verið að sýna sitt besta.
Rafael Leao hefur ekki verið að sýna sitt besta.
Mynd: EPA
La Gazzetta dello Sport greinir frá því að Massimiliano Allegri, stjóri AC Milan, hafi látið Rafael Leao heyra það fyrir framan liðsfélaga hans eftir markalaust jafntefli gegn Juventus á sunnudag.

Allegri hraunaði yfir Leao og sagði að hann þyrfti að laga hugarfar sitt ef hann ætlaði að halda áfram að spila fyrir Milan.

Leao kom inn af bekknum en fór illa með tvö góð færi í leiknum. Hann hefur fengið harða gagnrýni frá ítölskum fjölmiðlum fyrir slaka frammistöðu gegn Napoli og Juventus.

Leao er í harðri samkeppni við Santiago Gimenez og Christopher Nkunku um sæti í Milan. Adrien Rabiot, liðsfélagi Leao, tjáði sig um hann.

„Ég veit að hann er mikið í umræðunni, hann er með mikla hæfileika en er orðinn 26 ára og er ekki lengur unglingur. Á þessum aldri flýgur tíminn hratt. Ég vona að hann geri sér grein fyrir því hvað hann þurfi að gera til að keppa við þá bestu," segir Rabiot um Leao.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner