Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 10:42
Elvar Geir Magnússon
Mbappe ætlar að spila gegn Íslandi: Mér líður vel
Eimskip
Mbappe ætlar með til Íslands.
Mbappe ætlar með til Íslands.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe hefur lítið sem ekkert æft með franska landsliðinu síðan það kom saman í upphafi vikunnar. Hann spjallaði við fjölmiðla í morgun og segist ætla að taka þátt í komandi landsleikjum.

Frakkar taka á móti Aserbaídsjan á morgun og fara svo til Íslands þar sem þeir mæta strákunum okkar á Laugardalsvelli á mánudag.

„Ég vil spila og þjálfarinn vill að ég spili. Mér líður vel og hef ekki sérstakar áhyggjur. Ég mun taka þátt í allri æfingunni í dag," segir Mbappe sem meiddist lítillega í leik með Real Madrid um síðustu helgi.

„Það hafa verið skýr samskipti við Real Madrid. Ég fékk eitthvað högg en ég vildi koma í þetta verkefni og félagið sýndi skilning. Ég vil halda áfram í vefgferðinni að HM."

Það vantar þegar marga öfluga leikmenn í franska hópinn en þar á meðal er Ballon d’Or gullboltahafinn Ousmane Dembele. Einnig eru Bradley Barcola, Desire Doue, Rayan Cherki, Randal Kolo Muani og Marcus Thuram fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner