Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   mið 08. október 2025 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Eimskip
Þórir Jóhann á æfingu íslenska landsliðsins í gær.
Þórir Jóhann á æfingu íslenska landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þórir er hluti af landsliðshópnum fyrir mikilvæga leiki sem eru framundan.
Þórir er hluti af landsliðshópnum fyrir mikilvæga leiki sem eru framundan.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta eru tveir heimaleikir sem geggjað er að fá. Þetta verður krefjandi en virkilega skemmtilegir leikir að fá," sagði landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru mikilvægir landsleikir gegn Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM. Ef við ætlum okkur að eiga möguleika á að komast inn á mótið þá þurfum við að ná í góð úrslit allavega á móti Úkraínu sem er okkar helsti keppinautur um annað sætið í riðlinum.

Síðasti gluggi var mjög góður og margt jákvætt sem hægt var að taka úr honum. Þjóðin tók við sér eftir það og er uppselt á báða leikina sem framundan eru.

„Það er geggjað að það sé búið að fylla Laugardalsvöllinn, stórkostlegt. Ég held að ég hafi ekki spilað fyrir framan fulla stúku á Laugardalsvelli áður, það er bara sturlað. Verður örugglega mjög gaman."

„Það er jákvæð umræða í kringum liðið sem skiptir miklu máli og líka það að fá þjóðina með okkur sem er geggjað. Það er okkar markmið að fylla alltaf völlinn þegar við spilum hérna heima."

Maður er í fótbolta til að spila
Þórir er leikmaður Lecce á Ítalíu en hefur lítið komið við sögu á tímabilinu, bara spilað alls um 110 mínútur og þar af tíu mínútur í ítölsku úrvalsdeildinni.

„Lífið er fínt en það er þreytt að vera ekki að spila. Maður er í fótbolta til að spila. Ég á eitt ár eftir af samning og hef verið að fara yfir stöðuna," segir Þórir.

Hefurðu einhverjar útskýringar fengið á litlum spiltíma?

„Ég held að það sé bara vegna þess að ég á eitt ár eftir af samningi og erfitt að fá mínútur þegar það er."

Það var áhugi á Þóri síðasta sumar en hann endaði á því að vera áfram hjá Lecce. Miðað við stöðuna núna má hins vegar reikna með því að hann færi sig um set annað hvort í janúar eða næsta sumar.

„Það var nýr þjálfari að koma inn og við vildum sjá hvernig það myndi þróast. Við sjáum hvað setur," segir Þórir.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner