Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
   fös 10. október 2025 12:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak búinn að setja það sem gerðist í sumar alveg til hliðar
Eimskip
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var verulega umdeilt í sumar þegar Ísak Bergmann Jóhannesson ákvað að skipta yfir frá Fortuna Düsseldorf til Köln. Það er gríðarlegur rígur á milli þessara tveggja félaga.

Ísak þurfti á tímapunkti í sumar að slökkva á samfélagsmiðlum sínum út af reiðum stuðningsmönnum Düsseldorf.

Ísak hefur farið vel af stað með Köln sem er í efri hluta þýsku úrvalsdeildarinnar en hann var spurður út í það í viðtali við Fótbolta.net á dögunum hvort hann væri búinn að jafna sig eftir hitann í sumar.

„Ég er persónulega búinn að gleyma hvað gerðist, búinn að setja þetta alveg til hliðar," sagði Ísak.

„Liðið sem ég er í núna er í sjötta sæti Bundesligunnar á meðan hitt liðið er í brasi í næst efstu deild. Stuðningsmennirnir sýndu mér mikið hatur og fjölskyldu minni líka. Ég er löngu hættur að spá í þeim," bætti landsliðsmaðurinn við.

Ísak verður í eldlínunni í kvöld þegar Ísland mætir Úkraínu í undankeppni HM.
Athugasemdir
banner