West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
banner
   mið 08. október 2025 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haukar næla í tvo úr sömu deild (Staðfest)
Mynd: Haukar
Haukur tilkynntu í dag um komu tveggja nýrra leikmanna til félagsins.

Börkur Bernharð Sigmundsson og Kári Vilberg Atlason eru búnir að skrifa undir hjá félaginu. Börkur gerir þriggja ára samning við Hafnarfjarðarfélagið og Kári tveggja ára samning.

Börkur kemur frá Kára en hann er fæddur árið 2005 og er uppalinn hjá ÍA.

Kári Vilberg kemur frá KFG en hann er uppalinn hjá Breiðabliki. KFG og Kári léku með Haukum í 2. deild í sumar.

Guðjón Pétur Lýðsson er þjálfari Hauka sem hafa verið öflugir að fá inn leikmenn í haust og kræktu t.a.m. í Jón Arnar Barðdal frá KFG fyrr í haust.


Athugasemdir