Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   fös 10. október 2025 06:00
Elvar Geir Magnússon
Miðar á Ísland - Úkraínu losnuðu og eru á leið í sölu
Eimskip
Miðasalan hefst 12 en hægt að fara í biðröð frá 11:30.
Miðasalan hefst 12 en hægt að fara í biðröð frá 11:30.
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Í hádeginu opnar sala á miðum sem hafa losnað á leik Íslands og Úkraínu sem fram fer í kvöld. Um er að ræða mjög takmarkað miðaframboð af frátektum miðum sem gengið hafa til baka til KSÍ.

Mikill áhugi er á leiknum, sem hefst 18:45 á Laugardalsvelli, enda gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um sæti á HM.

Miðasalan er sem fyrr á miðasöluvef KSÍ og hefst hún klukkan 12:00. Hægt verður að fara í biðröð á miðasöluvefnum frá klukkan 11:30.

Um er að ræða miða í alla verðflokka
Miðaverð á Ísland - Úkraína
Svæði 1 - 9.900 kr. (50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri)
Svæði 2 - 6.900 kr. (50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri)
Svæði 3 - 3.500 kr. (50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri)

Ísland mætir Úkraínu í kvöld og svo Frakklandi á mánudag í undankeppni HM. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en það sæti gefur umspilssæti fyrir HM.


Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 6 5 1 0 16 - 4 +12 16
2.    Úkraína 6 3 1 2 10 - 11 -1 10
3.    Ísland 6 2 1 3 13 - 11 +2 7
4.    Aserbaísjan 6 0 1 5 3 - 16 -13 1
Athugasemdir
banner
banner