
Úkraínumenn eru án Mykhailo Mudryk, sinnar helstu stjörnu, þegar þeir mæta í Laugardalinn í kvöld. Þeir hafa reyndar verið án hans í dágóðan tíma þar sem hann hefur verið í banni frá fótbolta því í nóvember síðastliðnum.
Í mars í fyrra skoraði Mudryk sigurmarkið þegar Úkraína vann Ísland í úrslitaleik í umspili um sæti á Evrópumótinu. Þökk sé marki hans þá fór Úkraína á mótið en ekki Ísland.
Í mars í fyrra skoraði Mudryk sigurmarkið þegar Úkraína vann Ísland í úrslitaleik í umspili um sæti á Evrópumótinu. Þökk sé marki hans þá fór Úkraína á mótið en ekki Ísland.
En í nóvember kom upp stórt mál sem hefur haldið kantmanninum eldsnögga frá fótboltavellinum. Mudryk féll á lyfjaprófi en bannað efni fannst í sýni sem var tekið frá honum. Það var lyfið meldonium sem felldi Mudryk en hann neitar að hafa tekið það visvítandi.
Mudryk gæti verið á leið í fjögurra ára bann en hann var ákærður af enska fótboltasambandinu síðasta sumar.
Samkvæmt breska ríkisútvarpinu þá er Mudryk staddur í London þar sem hann æfir einn með sínum þjálfara. Hann er mjög trúaður og fer reglulega í kirkju. Fólkið í kringum hann segir hann við góða heilsu, bæði andlega og líkamlega.
Mudryk sást síðast opinberlega á úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í maí síðastliðnum. Á meðan hann hefur verið í banni þá hafa sprottið upp ýmsir orðrómar í kringum hann. Þar á meðal var talað um að hann ætlaði sér að hætta í fótbolta og gerast spretthlaupari; hann ætlaði sér þá að taka þátt á Ólympíuleikunum fyrir hönd Úkraínu. Lögmaður Mudryk neitaði þessu alfarið og það gerði frjálsíþróttasamband Úkraínu einnig.
Mudryk, sem er 24 ára, gekk í raðir Chelsea frá Shakhtar fyrir allt að 100 milljónir evra í janúar 2023 en félagið hafði þá unnið mikla baráttu við nágranna sína í Arsenal um undirskrift leikmannsins. Úkraínumaðurinn hefur valdið miklum vonbrigðum hjá Chelsea og lítið getað frammistöðulega séð. En fyrir úkraínska landsliðið er hann mjög mikilvægur. Fótboltaferill hans stendur þó ekki stöðugum fæti þessa stundina og óvissan er mikil.
Leikur Íslands og Úkraínu hefst núna klukkan 18:45 og er gríðarlega mikilvægur í undankeppni HM 2026.
Athugasemdir