West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
   mið 08. október 2025 16:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Eimskip
Aron Einar Gunnarsson á æfingu.
Aron Einar Gunnarsson á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Aron í leik með landsliðinu.
Aron í leik með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er spenna. Það er mikill uppgangur og mikill meðbyr. Síðasta verkefni var jákvætt í alla staði," sagði Aron Einar Gunnarsson þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru mikilvægir landsleikir gegn Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM. Ef við ætlum okkur að eiga möguleika á að komast inn á mótið þá þurfum við að ná í góð úrslit allavega á móti Úkraínu sem er okkar helsti keppinautur um annað sætið í riðlinum.

Eins og Aron nefnir þá var síðasta gluggi mjög góður og margt jákvætt sem hægt var að taka úr honum. Þjóðin tók við sér eftir þann glugga og það er uppselt á báða leikina sem framundan eru.

„Við sköpum það, með góðri frammistöðu fáum við fólk með okkur. Við vitum það alveg. Ég hef verið í þessu nógu lengi til að átta mig á því," segir Aron. „Það er undir okkur komið að halda því. Ef við höldum áfram að bæta okkur, þá fáum við fleiri með. Það er jákvætt."

Aron Einar er sá eini úr 'gamla bandinu' svokallaða sem er í landsliðshópnum að þessu sinni. Hvorki Jóhann Berg Guðmundsson né Gylfi Þór Sigurðsson voru valdir í hópinn að þessu sinni. Hvernig er að standa einn eftir úr gullaldarliðinu?

„Það er ekkert þannig séð skrítið. Ég hef fengið þessar spurningar frá ykkur í dag. Maður hefur alveg verið í hópum þar sem einhverjir af okkur eru meiddir og annað. Þetta er eins og þetta er, þjálfarinn velur hópinn. Það er bara svarið mitt," segir Aron.

Ánægður að fá að vera í þessum hóp áfram?

„Þeir sem eru valdir eiga skilið að vera hérna. Svo er undir þeim komið að halda sér í liðinu. Þetta hefur verið svona frá því ég kom fyrst inn í þetta árið 2008. Maður þarf að berjast fyrir sæti sínu í liðinu. Ef maður dettur úr liðinu þá þarf maður að berjast til að komast aftur í liðið. Auðvitað er ég ánægður, það er alltaf heiður að vera hér og ég tek því aldrei sem sjálfsögðum hlut. Það hef ég aldrei gert. Það er ekki til í minni orðabók," sagði fyrrum landsliðsfyrirliðinn.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir