Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   mið 08. október 2025 16:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Eimskip
Aron Einar Gunnarsson á æfingu.
Aron Einar Gunnarsson á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Aron í leik með landsliðinu.
Aron í leik með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er spenna. Það er mikill uppgangur og mikill meðbyr. Síðasta verkefni var jákvætt í alla staði," sagði Aron Einar Gunnarsson þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru mikilvægir landsleikir gegn Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM. Ef við ætlum okkur að eiga möguleika á að komast inn á mótið þá þurfum við að ná í góð úrslit allavega á móti Úkraínu sem er okkar helsti keppinautur um annað sætið í riðlinum.

Eins og Aron nefnir þá var síðasta gluggi mjög góður og margt jákvætt sem hægt var að taka úr honum. Þjóðin tók við sér eftir þann glugga og það er uppselt á báða leikina sem framundan eru.

„Við sköpum það, með góðri frammistöðu fáum við fólk með okkur. Við vitum það alveg. Ég hef verið í þessu nógu lengi til að átta mig á því," segir Aron. „Það er undir okkur komið að halda því. Ef við höldum áfram að bæta okkur, þá fáum við fleiri með. Það er jákvætt."

Aron Einar er sá eini úr 'gamla bandinu' svokallaða sem er í landsliðshópnum að þessu sinni. Hvorki Jóhann Berg Guðmundsson né Gylfi Þór Sigurðsson voru valdir í hópinn að þessu sinni. Hvernig er að standa einn eftir úr gullaldarliðinu?

„Það er ekkert þannig séð skrítið. Ég hef fengið þessar spurningar frá ykkur í dag. Maður hefur alveg verið í hópum þar sem einhverjir af okkur eru meiddir og annað. Þetta er eins og þetta er, þjálfarinn velur hópinn. Það er bara svarið mitt," segir Aron.

Ánægður að fá að vera í þessum hóp áfram?

„Þeir sem eru valdir eiga skilið að vera hérna. Svo er undir þeim komið að halda sér í liðinu. Þetta hefur verið svona frá því ég kom fyrst inn í þetta árið 2008. Maður þarf að berjast fyrir sæti sínu í liðinu. Ef maður dettur úr liðinu þá þarf maður að berjast til að komast aftur í liðið. Auðvitað er ég ánægður, það er alltaf heiður að vera hér og ég tek því aldrei sem sjálfsögðum hlut. Það hef ég aldrei gert. Það er ekki til í minni orðabók," sagði fyrrum landsliðsfyrirliðinn.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir