Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Donni strax búinn að velja fyrsta hópinn - Flestar frá meisturunum
Kvenaboltinn
Donni strax búinn að velja hóp.
Donni strax búinn að velja hóp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helga Rut er ein af fimm leikmönnum Breiðabliks í hópnum.
Helga Rut er ein af fimm leikmönnum Breiðabliks í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birgitta Rún þekkir að vinna með Donna.
Birgitta Rún þekkir að vinna með Donna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari U19 landsliðs kvenna.

Hann er strax búinn að velja sinn fyrsta hóp, æfingahóp sem kemur saman eftir tæpar tvær vikur.

Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2026. Ísland er þar í riðli með Portúgal, Danmörku og Kosóvó og verður hann leikinn dagana 26. nóvember - 2. desember.

Flestar úr hópnum koma frá Íslandsmeisturum Breiðabliks eða fimm talsins. Þrjár þjálfaði Donni hjá Tindastóli í sumar. Tvær úr hópnum spila erlendis og ein úr hópnum lék í 2. deild í sumar, Halla Bríet Kristjánsdóttir er leikmaður Völsungs.

Hópurinn
Edith Kristín Kristjánsdóttir - Breiðablik
Helga Rut Einarsdóttir - Breiðablik
Herdís Halla Guðbjartsdóttir - Breiðablik
Líf Joostdóttir van Bemmel - Breiðablik
Sunna Rún Sigurðardóttir - Breiðablik
Berglind Freyja Hlynsdóttir - FH
Jónína Linnet - FH
Thelma Karen Pálmsdóttir - FH
Embla Fönn Jónsdóttir - FHL
Katrín Erla Clausen - Fram
Ísold Hallfríðar Þórisdóttir - Haukar
Rut Sigurðardóttir - Haukar
Viktoría Sólveig K. Óðinsdóttir - Haukar
Ísabel Rós Ragnarsdóttir - HK
Karlotta Björk Andradóttir - HK
Vala María Sturludóttir - ÍA
Magdalena Jónsdóttir - ÍBV
Anna Arnarsdóttir - Keflavík
Salóme Kristín Róbertsdóttir - Keflavík
Katla Guðmundsdóttir - KR
Rebekka Sif Brynjarsdóttir - FC Nordsjælland
Fanney Lísa Jóhannesdóttir - Stjarnan
Hrefna Jónsdóttir - Stjarnan
Sandra Hauksdóttir - Stjarnan
Birgitta Rún Finnbogadóttir - Tindastóll
Elísa Bríet Björnsdóttir - Tindastóll
Hrafnhildur Salka Pálmadóttir - Tindastóll
Arnfríður Auður Arnarsdóttir - Valur
Ágústa María Valtýsdóttir - Valur
Sóley Edda Ingadóttir - Valur
Freyja Stefánsdóttir - Víkingur R.
Halla Bríet Kristjánsdóttir - Völsungur
Hildur Anna Birgisdóttir - Þór/KA
Brynja Rán Knudsen - Þróttur R.
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir - PEC Zwolle/Valur
Athugasemdir
banner