West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
banner
   mið 08. október 2025 20:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Norski bikarinn: Öruggur sigur hjá Viðari Ara
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði HamKam þegar liðið komst áfram í 16-liða úrslit í norska bikarnum í kvöld.

Liðið var með 2-0 forystu gegn Levanger þegar Viðar Ari var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik. Liðið vann að lokum 5-1.

Liðið mætir Lilleström í 16-liða úrslitunum.

Næsti leikur HamKam er á heimavelli gegn Valerenga í norsku deildinni. HamKam er í 13. sæti stigi frá fallsæti eftir 24 umferðir.
Athugasemdir
banner