West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
   mið 08. október 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sá besti og ljúfasti í Eyjum - „Ógeðslega góður í fótbolta"
'Það hefur verið geðveikt að spila með honum í þessi þrjú tímabil'
'Það hefur verið geðveikt að spila með honum í þessi þrjú tímabil'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa hann í liðinu'
'Mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa hann í liðinu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson hefur að mati Fótbolta.net verið besti leikmaður ÍBV á þessu tímabili. Hann var valinn það í Útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.

Hornfirðingurinn hefur leikið virkilega vel með ÍBV og farið fyrir sínu liði, enda fyrirliði.

Fótbolti.net ræddi við liðsfélaga Alex, Oliver Heiðarsson, um þann besta í Eyjum.

Hvernig er að spila með honum?

„Það er fyrst og fremst heiður. Ég og hann náum vel saman innan og utan vallar. Þetta er örugglega ljúfasti drengur sem ég hef kynnst á ferlinum. Það hefur verið geðveikt að spila með honum í þessi þrjú tímabil. Bæði karakterinn sem hann sýnir inn á vellinum og hvernig hann er heilt yfir. Hann er náttúrulega ógeðslega góður í fótbolta, hefur lagt upp mörk á mig og ég veit ekki hvort ég hafi náð að borga þann greiða til baka."

„Hann finnur oft sendingar sem ég hefði ekki séð í augnablikinu. Það er líka mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa hann í liðinu, við erum mjög fljótir fram á við, en við getum ekki farið á fulla ferð alltaf, hann er mjög góður að skynja tímapunktanna hvenær sé gott að róa leikinn niður og halda aðeins í boltann,"
segir Oliver.
Athugasemdir
banner