Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
   fös 10. október 2025 16:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorvaldur og Shevchenko skiptust á gjöfum
Eimskip
Þorvaldur Örlygsson og Andriy Shevchenko.
Þorvaldur Örlygsson og Andriy Shevchenko.
Mynd: KSÍ
Það er rosalegur leikur framundan í kvöld þegar Ísland og Úkraína eigast við í undankeppni HM.

Með sigri getur Ísland komið sér í algjöra kjörstöðu í baráttunni um annað sætið í riðlinum sem mun veita þátttökurétt í umspili fyrir HM sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.

Úkraína vonast til þess að halda sér á lífi í baráttunni eftir afar vont jafntefli gegn Aserbaídsjan í síðasta mánuði.

Eins og venjan er fyrir landsleiki komu fulltrúar KSÍ og fótboltasambands Úkraínu (UAF) saman fyrr í dag, skiptust á gjöfum og styrktu tengslin milli sambandanna.

Á myndum frá KSÍ má sjá að Andriy Shevchenko, formaður úkraínska fótboltasambandsins, gaf Þorvaldi Örlygssyni, formanni KSÍ, úkraínska landsliðstreyju sem er merkt íslenska formanninum. Shevchenko er goðsögn í úkraínskum fótbolta en hann er fyrrum markaskorari bæði AC Milan og Chelsea.

Á fundinum fyrir hönd KSÍ voru Þorvaldur Örlygsson formaður, Helga Helgadóttir varaformaður og Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 og verður auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner